Bauð Obama búfénað fyrir dótturina

Barack Obama ásamt dóttur sinni, Maliu.
Barack Obama ásamt dóttur sinni, Maliu. AFP

Lögfræðingur í Kenía hefur boðið Barack Obama Bandaríkjaforseta 50 kýr, 70 kindur og 30 geitur fyrir dóttur hans, Maliu. Obama mun heimsækja Kenía, þangað sem hann á ættir sínar að rekja, í sumar.

Lögfræðingurinn Felix Kiprono segir í samtali við dagblaðið The Nairbian að draumur hans sé að giftast dóttur Obama, Maliu. Hann segist tilbúinn að hitta forsetann og ræða þetta við hann er hann kemur til landsins í júlí. 

„Ég fékk áhuga á henni árið 2008. Reyndar hef ég ekki verið með neinni konu síðan þá og lofa að vera henni trúr. Ég hef deilt þessum draumi mínum með fjölskyldunni minni og hún er tilbúin að hjálpa mér að safna fyrir verð brúðarinnar,“ segir Kiprono. Malia er fædd 4. júlí árið 1998 og er því sextán ára. 

Hinn ungi lögfræðingur segir að ást sín til Maliu sé raunveruleg, hann ásælist ekki peninga fjölskyldunnar.

„Fólk heldur að ég sé á eftir peningum fjölskyldunnar en svo er ekki. Ást mín er raunveruleg.“

Kiporo segir að ef Obama samþykki ráðahaginn ætli hann ekki að fagna með því að bjóða Maliu kampavín. Í staðinn muni hann bjóða henni mursik, þjóðlega, súra mjólk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert