Fundu líkamsleifar sænsku konunnar

Martinsson sást síðast í janúar árið 1982
Martinsson sást síðast í janúar árið 1982 Af Wikipedia

Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum leggur nú mat á hvort opna eigi á ný mál rúmlega tvítugrar sænskrar konu sem hvarf árið 1982. Líkamsleifar sem San Francisco-flóa í Kaliforníu árið 2010 reyndust vera líkamsleifar konunnar.

Nokkurn tíma tók að greina líkamsleifarnar og var það ekki fyrr en í nóvember á síðasta ári að í ljós kom að um var að ræða hina 21 árs gömlu Elisabeth Martinsson. Konan, sem var frá Uddevalla í Svíþjóð, starfaði sem Au pair fyrir fjölskyldu á svæðinu.

Martinsson sást síðast í janúar árið 1982. Hún hafði fengið bíl fjölskyldunnar lánaðan svo hún gæti farið í verslunarferð en skilaði sér ekki aftur. Tíu dögum síðar fannst bílinn í Oklahoma, um 1.770 kílómetrum frá heimili fjölskyldunnar.

Í bílnum voru kona og maður og voru þau grunuð um að hafa myrt ungu konuna. Málið var þó látið falla niður vegna skorts á sönnunargögnum.

Frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert