Bílar á bólakafi

Íbúar í Houston í Texas eru nú að takast á við afleiðingar gríðarlegra rigninga sem ollu því að heilu borgarhlutarnir fóru á kaf og 28 manns týndu lífi í Texas og Mexíkó.

Enn er þó von á frekari rigningum og mögulega flóðum, segir borgarstjóri Houston. 

Mest voru flóðin í Texas, Oklahoma og norðurhluta Mexíkó. Veðrið var slæmt í fleiri daga og því fylgdi m.a. skýstrókur sem varð þess valdandi að fólk dó, slasaðist og hvarf.

Í gær mældist úrkoman 25 sentímetrar í Houston. Flóð hafa ekki verið jafn mikil í borginni í meira en áratug.

Flóðin urðu m.a. til þess að margir þurftu að skilja við bíla sína á bólakafi í flóðavatninu á götum úti í gær. Þá sátu nokkrir fastir í bílum sínum og aðrir innlyksa á heimilum sínum á meðan vatnið hækkaði allt í kring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert