Reiðubúinn að bera vitni í barnaníðsmáli

George Pell
George Pell AFP

Fjármálastjóri Frans páfa segist vera reiðubúinn til þess að bera vitni í rannsókn á barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. 

George Pell, kardínáli, sem er fyrrverandi yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu og núverandi fjármálastjóri páfa, var í síðustu viku sakaður um að hafa reynt að múta fórnarlambi barnaníðs. Fórnarlambið bar þetta við vitnaleiðslur í síðustu viku. Pell er einnig sakaður um að hafa virt af vettugi kvartandir vegna flutnings prest, sem sakaður er um barnaníð, í aðra sókn. Presturinn, Gerald Ridsdale, er sakaður um að hafa beitt að minnsta kosti fimmtíu drengi kynferðislegu ofbeldi á þeim tíma sem hann var fluttur á milli kirkjusókna í Viktoríu ríki á þriggja áratuga tímabili.

Einn þeirra sem hann beitti kynferðislegu ofbeldi er frændi hans, David Ridsdale. Hann segist hafa kvartað undan ofbeldinu við fjölskylduvininn Pell árið 1993 en fengið þau svör hvað þyrfti að greiða honum svo hann myndi þegja.

Fórnarlömbin hafa krafist þess að Pell, sem var skipaður fjármálastjóri af Frans páfa í febrúar 2014, komi fyrir dómara og beri vitni sem hann segist nú vera reiðubúinn til að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert