Verður að fela vígtennurnar

Muhammadu Buhari tekur formlega við embætti forseta Nígeríu á föstudag. Leið hans að forsetastólum hefur verið löng og ströng. Hann hefur boðið sig fram þrisvar áður og alltaf tapað. 30 ár eru liðin frá því því að hann leiddi stjórn undir forystu hersins í landinu. Hann tók þátt í valdaráni hersins og stjórnaði því með harðri hendi en berst nú fyrir lýðræðisumbótum í þessu fjölmennasta landi Afríku.

En nú í fjórða sinn sem hann bauð sig fram sigraði hann sitjandi forseta, Goodluck Jonathan. Hann hefur heitið því að ráða niðurlögum Boko Haram, hryðjuverkasamtaka sem hafa herjað á íbúa norðurhluta landsins og tekið hundruð þeirra í gíslingu.

En hver er Buhari? Og getur hann hrist af sér einræðisstimpilinn sem hann hefur haft á sér í þrjá áratugi?

„Núna verður hann að fela vígtennurnar og græða sár þjóðarinnar,“ segir stjórnmálasérfræðingurinn Tokede Williams. 

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá svipmynd af Buhari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert