17 lík um borð í bátunum

Flóttamenn bíða aðstoðar í Miðjarðarhafinu fyrr í mánuðinum.
Flóttamenn bíða aðstoðar í Miðjarðarhafinu fyrr í mánuðinum. AFP

Ítalska landhelgisgæslan kveðst hafa skipulagt björgun yfir 3.300 flóttamanna af bátum í Miðjarðarhafi í dag. 

Bátarnir voru hrörlegir og kveðst landhelgisgæslan hafa fundið samtals 17 lík um borð í bátunum.

Neyðarkall bárust úr 17 bátum en björgunaraðgerðir standa enn yfir að því er fréttastofa AFP greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert