12 ára ólétt eftir nauðgun

Tólf ára gömul stúlka frá Úrúgvæ, sem varð þunguð eftir nauðgun, mun fá að halda barninu sínu samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í landinu. AFP fréttastofan greinir frá þessu.

Stúlkan er komin fimm mánuði á leið, en móðir hennar vildi að hún færi í fóstureyðingu. Stúlkan hefur viljað eiga barnið síðan upp komst um þungunina, en læknar og ættingjar hennar hafa haft efasemdir um að hún skilji afleiðingarnar þar sem hún glímir við lítilsháttar þroskahömlun.

Barnaverndarsamtök í Úrúgvæ sem hafa gert læknisfræðileg og sálfræðileg próf á stúlkunni hafa þó komist að þeirri niðurstöðu núna að hún sé hæf móðir. 

Stúlkan var aðeins 11 ára gömul þegar henni var nauðgað af 41 árs gömlum afa hálfsystur sinnar, sem var í heimsókn hjá fjölskyldunni í Montevideo. Maðurinn var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. 

Árið 2013 var það gert löglegt í Úrúgvæ að fara í fóstureyðingu fram að 12 vikum, en 14 vikum ef um nauðgun er að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert