Antilópur deyja á dularfullan hátt

Sléttuantilópa.
Sléttuantilópa. Mynd/Wikipedia

120 þúsund antilópur af sjaldgæfum stofni sem er í útrýmingarhættu hafa á undanförnum vikum dáið í Kasakstan. Vísindamenn reyna nú að komast að því hvað það er sem veldur dauða þeirra.

Um er að ræða svokallaðar sléttuantilópur. Alls er nú einn þriðji af öllum stofninum dáinn og óttast er um hinar eftirlifandi. Fulltrúar frá umhverfisverndarhópi Sameinuðu þjóðanna, UNEP, hefur sent fólk til þess að aðstoða við rannsóknina og til þess að telja hræin. Fyrsta hræið fannst þann 11. maí og á miðvikudag höfðu vísindamenn talið rúmlega 120 þúsund dauðar antilópur á grónu svæði í Kasakstan þar sem 90% af sléttuantilópum heimsins dveljast.

Tilgáta vísindamanna er að um samspil sé að ræða á milli umhverfis- og líffræðilegra þátta í dýrinu. Sléttuantilópur er eina antilóputegundin sem á heimkynni í Evrópu. Stofninn hefur verið í fullu fjöri á sléttum í Kasakstan frá síðustu ísöld.

Sjá frétt Verdens gang

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert