Mótmæltu íslam í Phoenix

Tveir mótmælahópar fjölmenntu fyrir utan mosku í borginni Phoenix í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Annar hópurinn mótmælti íslam á meðan hinn hópurinn var mættur til að standa vörð um trúfrelsi.

Tugir lögreglumanna komu sér fyrir á milli hópanna til þess að halda þeim frá hvorum öðrum. Allt að 200 manns voru fyrir utan moskuna, að sögn AFP, en mótmælin fóru friðsamlega fram.

Mótorhjólagengi hafði í hyggju að halda teiknimyndasamkeppni fyrir utan moskuna þar sem teiknaðar yrðu skopmyndir af Múhameð spámanni.

Gul lína var strengd til þess að halda mótmælahópunum tveimur aðskildum frá hvorum öðrum

„Stöðvum íslam“ var á meðal þess sem stóð á skiltum sem meðlimir mótorhjólagengisins héldu á lofti. Sumir þeirra voru þungvopnaðir.

Skipuleggjendur teiknimyndasamkeppninnar sögðu að keppnin væri svar við misheppnaðri árás tveggja manna á samskonar samkeppni í Texas á dögunum. Árás­in mistókst og felldi lög­regl­una báða menn­ina. Fund­ur­inn var á veg­um fé­lags sem efnt hafði til sam­keppni um bestu skop­mynd­ina af Múhameð spá­manni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert