Ráðherrann giftist „njósnakvendinu“

Petr Necas, fyrrum forsætisráðherra Tékklands.
Petr Necas, fyrrum forsætisráðherra Tékklands. AFP

Dómstóll í Prag lét í gær niður falla ákæru á hendur háttsettum ráðgjafa Petr Necas, fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, en ráðgjafinn var sakaður um að misnota stöðu sína árið 2013 til að njósna um þáverandi eignkonu ráðherrans.

Málið leiddi til afsagnar Necas og stjórnarslita fyrir tveimur árum. Mikið uppnám varð þegar í ljós kom að ráðgjafinn og „njósnakvendið“, Jana Nagyova að nafni, reyndist eiga í leynilegu ástarsambandi við forsætisráðherrann. Nú er hann skilinn við eiginkonuna og kvæntur ráðgjafanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert