Tugir létu lífið í sprengjuárásum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. AFP

Í það minnsta 71 manns létu lífið í sprengjuárásum í borgunum Aleppo og Al-Bab í Sýrlandi í morgun. Þyrlur stjórnarhersins í landinu vörpuðu sprengjum yfir borgirnar með fyrrgreindum afleiðingum. Fjölmargir eru alvarlega særðir.

Að sögn sýrlensku mannréttindavaktarinnar var sprengjunum meðal annars varpað yfir austurhluta borgarinnar Aleppo. Sá hluti borgarinnar er á valdi uppreisnarmanna. Talið er að tólf manns hafi látist þar, þar af átta manns í einni og sömu fjölskyldunni.

Þá féllu um 59 óbreyttir borgarar eftir að sprengjum var varpað á markað í miðborg Al-bab. Þar var fjöldi fólks. Búist er við því að fleiri finnist látnir.

Al-Bab er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Aleppo og er á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, að því er segir í frétt AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert