Ungabörn keppa í grátglímu

Í hinni sérkennilegu íþróttagrein grátglímu teldist það grátleg framistaða ef engin tár féllu. Í dag var blásið til þessarar árlegu keppni í Japan þar sem yfir 100 ungabörn tóku þátt. Keppnin er sögð eiga sér 400 ára hefð og færa börnunum góða heilsu.

Reglur eru mismunandi eftir svæðum en börnunum er haldið af súmóglímuköppum og sigurvegarinn er yfirleitt sá sem fyrr byrjar að skæla. Hvort barnið fagni sigri með því að brosa í gegnum tárin er hinsvegar óvíst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert