Vísa ásökunum SÞ á bug

AFP

Stjórnvöld í Búrma vísuðu í gær á bug ásökuunum Sameinuðu þjóðanna sem segja að undirrót flóttamannavands á svæðinu sé að þjóðarbrot Rohingya-múslima í Búrma sæti kúgun.

Rohingya-menn hafa ekki ríkisborgararétt í landinu og segir Búrmamenn að þeir séu Bangladessar sem eigi að snúa aftur heim.

Á fundi tuttugu ríkja í Taílandi, sem var haldinn til að fjalla um vaxandi fjölda hælisleitenda og efnahagslegra útflytjenda frá Bangladess og Búrma, sagði fulltrúi Búrma að alþjóðasamfélagið hefði fengið rangar upplýsingar. Búrma væri einfaldlega að framfylgja landslögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert