Kennedy látinn 55 ára að aldri

Charles Kennedy
Charles Kennedy Af vef Charles Kennedy

Fyrrverandi formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, Charles Kennedy, er látinn 55 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í  Fort William. Á vef BBC kemur fram að andlát hans er ekki talið vera með grunsamlegum hætti en ekki er upplýst um dánarorsök.

Kennedy, sem var formaður flokksins 1999-2006, tapaði þingsæti sínu í þingkosningunum í Bretlandi í síðasta mánuði. Ýmsir breskir stjórnmálamenn hafa vottað Kennedy virðingu sína í morgun, þar á meðal Nick Clegg og  ráðherra Skotlandsmála, Nicola Sturgeon.

Charles Kennedy var kjörinn á þing árið 1983 og það var hann sem leiddi flokkinn árið 2005 er Frjálslyndir demókratar fengu 62 þingmenn kjörna.

Í janúar 2006 greindi hann opinberlega frá því að hann hefði farið í meðferð vegna áfengisvanda og hætti sem leiðtogi flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert