Afhöfðuðu tvær konur

Samtökin hafa sent frá sér nokkur myndskeið þar sem fangi …
Samtökin hafa sent frá sér nokkur myndskeið þar sem fangi er afhöfðaður. Skjáskot af YouTube

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa tekið tvær konur af lífi í Sýrlandi. Konurnar, sem sakaðar höfðu verið um galdra, voru afhöfðaðar. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem kvenkyns óbreyttir borgarar eru teknir af lífi með þessum hætti í landinu.

Aftökurnar áttu sér stað í gær og á sunnudag og voru gerðar á almannafæri. Eiginmenn kvennanna voru einnig teknir af lífi.

Samtökin hafa áður afhöfðað lík kvenna sem barist hafa fyrir samtökin og þá hafa konur einnig verið grýttar til dauða. Aftökur samtakanna þykja afar hrottalegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert