Segir son sinn ekki hryðjuverkamann

Öryggisgæsla hefur verið aukin víða í Túnis eftir árásina á …
Öryggisgæsla hefur verið aukin víða í Túnis eftir árásina á föstudaginn. Hér má sjá öryggisverði í Sousse í Túnis. AFP

Hinn 28 ára Rafique Tayari yfirgaf heimili sitt í einu af úthverfum Túnis fyrir sjö mánuðum. Hann sagði foreldrum sínum ekki hvert hann ætlaði en hefur nokkrum sinnum haft samband við þau í gegnum síma og sagt þeim að hann sé öruggur í Líbýu.

Yfirvöld í Túnis vilja nú hafa uppi á Tayari en hann er eftirlýstur í landinu eftir árásina á ferðmannastað í landinu síðastliðinn föstudag. Telur lögregla að hann hafi átt þátt í voðaverkinu.

Fjölskylda mannsins segja hann ekki vera hryðjuverkamann, hann hafi aðeins farið til Evrópu í leit að betra lífi. Talið er að hann ætli að reyna að komast til Ítalíu. 

Frétt mbl.is: Rezgui var ekki einn á ferð

Húsleit var gerð á heimili fjölskyldu Tayari í vikunni og hald lagt á alla persónulega muni hans. Faðir hans, 48 ára leigubílstjóri, segir lögreglu ekki hafa hugmynd um hverjir hafi staðið að baki árásinni á ferðamannastðanum. Af einhverri ástæðu standi spjótin að syni hans og því hafi fjölskyldan orðið fyrir barðinu á lögreglunni sem er undir miklum þrýstingi að leysa málið.

Tayari er elstur af þremur bræðrum og stundaði nám í háskóla. Hann talar frönsku, ensku og ítölsku og hefur lokið námi í lögregluskóla. Hann hefur aftur á móti aldrei starfað sem lögregluþjónn.

Faðir Tayari segir af og frá að sonur hans hafi farið að berjast fyrir hryðjuverkasamtök í Líbýu eða hljóti þjálfun hjá samtökum þar í landi. Hann segist aftur á móti ekki geta útskýrt af hverju sonur hans hefur verið í Líbýu í svo langan tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert