Drepinn af vélmenni

Ljósmynd/ Malín Brand

Vélmenni varð manni að bana í einni af verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi á mánudag að sögn talsmanns bifreiðaframleiðandans. Þessu greinir The Guardian frá.

Atvikið átti sér stað í Baunatal sem er um 100 km frá Frankfurt. Maðurinn, sem var 22 ára gamall, var hluti af teymi sem var að setja upp vélmennið þegar það greip hann og kramdi upp við málmplötu.

Talsmaður Volkswagen, Heiko Hillwig, segir fyrstu niðurstöður rannsókna á málinu benda til þess að mannleg mistök hafi leitt vandamála með vélmennið sem hægt er að forrita til að framkvæma ýmis verk í samsetningarferlinu. Segir hann vélmennið yfirleitt starfa á afgirtu svæði í verksmiðjunni þar sem það grípi bifreiðaparta og meðhöndli þá.

Annar verktaki var viðstaddur þegar atvikið átti sér stað en slasaðist ekki að sögn Hillwig. Þýska fréttastofan DPA segir saksóknara íhuga hvort og þá hvern kæra eigi í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert