Flugstjórinn drap á röngum hreyfli

Myndband náðist af vélinni þegar hún hrapaði.
Myndband náðist af vélinni þegar hún hrapaði. AFP

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa nú birt gögn sem sýna að flugstjóri TransAsia-þotunnar sem hrapaði í febrúar sl. drap á hreyflinum sem virkaði en ekki þeim sem kviknað hafði í og flugstjórinn ætlaði sér að drepa á.

43 létu lífið í slysinu en fimmtán komust lífs af þegar vélin hrapaði aðeins tveimur mínútum eftir flugtak. Í skýrslu flugmálayfirvalda segir að á upptöku flugrita af samskiptum í stjórnklefa megi heyra flugstjórann lýsa eigin mistökum. 

„Vá, ég dró niður í rangri eldsneytisgjöf,“ er flugstjórinn sagður hafa sagt þegar vélin var komin í 94 metra hæð og á nærri 200 km hraða. Við þetta drapst á hreyflinum og vélin missti hæð áður en hún snerist í loftinu, rak væng í hraðbrautarbrú og leigubíl sem var þar á ferð og endaði loks á hvolfi í Keelong-fljótinu rétt við flugvöllinn.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert