Rænd í beinni útsendingu

Liu varð mjög brugðið.
Liu varð mjög brugðið. Skjáskot úr myndbandinu

Teymi frá bandarískri sjónvarpsstöð var rænt í beinni útsendingu í San Fransisco á fimmtudagsmorgun. Fréttamenn frá tveimur sjónvarpsstöðvum voru við tökur frá bryggju 14 þegar hópur fólk réðst að frétta- og tökumanni annarrar stöðvarinnar.

Cara Liu, fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar KTVU, var stödd ásamt tökumanni í beinni útsendingu frá bryggjunni um klukkan sex á fimmtudagsmorgun. Hún var í þann mund að greina frá morði sem framið hafði verið þar degi áður þegar vopnaðir ræningjar réðust að frétta- og tökumanni KNTV sjónvarpsstöðvarinnar og rændu búnaði sem þeir höfðu meðferðis.

Ræningjarnir slógu einnig tökumann KTVU sjónvarpsstöðvarinnar í andlitið með byssu. Ræningjarnir flúðu svo með tvær upptökuvélar og tvo þrífætur, að andvirði tugþúsunda bandaríkjadala. Liu varð mjög brugðið eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem birt var á Twitter á fimmtudag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert