Samstöðumótmæli með Grikklandi í Ástralíu

Nokkur hundruð manns söfnuðust saman í Melbourne í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi Grikkja býr, í tilefni af þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi.

„Tilgangur okkar sem eru hér saman komin í dag er að sýna Grikkjum fram á að við styðjum þau og að vonandi þegar þau kveikja á sjónvarpinu á morgun, áður en þau kjósa, að þau sjái merki um samstöðu með þeim og að það veiti þeim hugrekki og innblástur,“ segir Evy Yannis, sem skipulagði mótmælin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert