Kveikti í flugeldi á höfðinu á sér og lést

Flugeldar. Mynd úr safni.
Flugeldar. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ungur maður sem var að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í gær lést þegar hann reyndi að skjóta flugeldi af höfðinu á sér. Maðurinn hafði verið við drykkju með vinum sínum, en hann lést samstundis.

Maðurinn og vinir hans höfðu verið að fagna þjóðhátíðardeginum og sprengja flugelda í garði eins vinar hans í smábænum Calais í Maine-fylki þegar hann ákvað að koma flugeldahólki fyrir á höfðinu á sér. 

Í stað þess að skjótast upp sprakk flugeldurinn á höfði mannsins, sem varð til þess að hann lést samstundis. Í fréttamiðlum vestanhafs kemur fram að maðurinn sé sá fyrsti til að láta lífið af völdum flugelda síðan þeir voru lögleiddir í fylkinu þann 1. janúar 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert