Kólnar um tíu gráður

AFP

Góðviðriskaflanum er lokið í Noregi ef marka má veðurspá Veðurstofu Noregs og allt bendir til þess að það kólni um tíu gráður í rigningu sem nú herjar á Norðmenn.

Í síðustu viku fór hitinn oftar en einu sinni yfir 30 gráður í höfuðborginni, Ósló, og víðar í Noregi. En hlýindin hurfu eins og dögg fyrir sólu í gær og það fór að rigna. Nú hefur veðurstofan gefið út viðvörun fyrir hluta landsins en spáð er úrhelli næstu klukkutímana.

Svipaða sögu er að segja frá Danmörku en þar hefur ský dregið fyrir sólu og hellirignir þar.

Aftenposten

Berlingske

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert