Stefnir í hitamet

Í sól og sumaryl á ströndinni skammt frá Malaga á …
Í sól og sumaryl á ströndinni skammt frá Malaga á Spáni AFP

Það virðist margt benda til þess að nýtt hitamet verði sett í Bretlandi síðar í mánuðinum en veðurstofur spá nú annarri hitabylgju þar í landi.

Á vef Telegraph kemur fram að spáin hljóði upp á 38,5 gráður á celsíus (101 gráðu á fahrenheit) eða meira í lok júlí sem er hæsta hitastig sem hefur mælst í Bretlandi. Fyrra metið er 38,5 gráður en það met var sett í Brogdale í Kent 10. ágúst 2003. Það ár létust um 70 þúsund Evrópubúar í hitabylgju sem geisaði víða í álfunni í júlí og ágúst.

Í síðustu viku var sett nýtt hitamet fyrir júlímánuð í Bretlandi er hitinn fór yfir 35 gráður en nú hefur kólnað á ný og hitinn um 20 gráður. 

Veðurspár benda til þess að líkt og í síðustu viku muni önnur hitabylgja ríða yfir Suður- og Mið-Evrópu í lok júlí og byrjun ágúst. 

Þrátt fyrir að það hafi kólnað í Bretlandi og Skandinavíu er enn heitt í suðurhluta Spánar en þar hafa skógareldar geisað að undanförnu.

Frá Mílanó á laugardag
Frá Mílanó á laugardag AFP
Á La Araña ströndinni, La Cala del Moral skammt frá …
Á La Araña ströndinni, La Cala del Moral skammt frá Malaga um helgina. AFP
AFP
Á Eurockeennes tónlistarhátíðinni í Belfort um helgina.
Á Eurockeennes tónlistarhátíðinni í Belfort um helgina. AFP
AFP
AFP
Reynt að kæla sig niður í Mílanó.
Reynt að kæla sig niður í Mílanó. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert