Kynhneigð skiptir ekki máli

Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur samþykkt að afnema bann við því að samkynhneigðir geti orðið skátaforingjar hjá samtökunum. Kynhneigð fólks hefur því ekki áhrif á stöðu þeirra lengur hjá bandarísku skátasamtökunum.

Tvö ár eru síðan samkynhneigðum var heimilt að taka þátt í skátastarfi þar í landi en skátahreyfingin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að mismuna fólki eftir kynhneigð þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert