„Þú getur ekki nauðgað maka þínum

Donald Trump
Donald Trump AFP

„Þú getur ekki nauðgað maka þinum,“ segir Michael Cohen, lögmaður og ráðgjafi Donalds Trumps, sem sækist eftir því að verða næsti forseti Bandaríkjanna.

Ummælin lét hann falla í samtali við blaðamann Daily Beast sem spurði út í ásakanir fyrrverandi eiginkonu Trumps, Ivönu Trump, sem sakaði eiginmann sinn um að hafa nauðgað sér árið 1989. Hún breytti síðar ummælum sínum um nauðgun í að hún hafi ekki átt við nauðgun í glæpsamlegum skilningi. 

Í frétt Daily Beast er rifjað upp upphaf kosningabaráttu Trumps þar sem hann sakaði mexíkóska innflytjendur um að vera nauðgara sem beri með sér glæpi inn í landið. „Ég meina það er einhver að gera það!... Hverjir nauðga?, “ spurði Trump á kosningafundi nýverið. 

Ivana Trump notaði á sínum tíma orðið nauðgun þegar hún lýsti atviki sem átti sér stað milli þeirra hjóna árið 1989. Hún breytti ummælum sínum síðar og sagði að henni hafi fundist sér ógnað. Í bók er atvikinu lýst þannig að hann hafi rifið í hár hennar. Hann hélt höndum hennar fyrir aftan bak og reif hárflyksur af höfði hennar. Síðan reif hann hana úr fötunum og losaði buxur sínar og tróð kynfærum sínum inn í hana. Þetta var í fyrsta skipti í sextán mánuði sem hann hafði mök við eiginkonu sína sem lýsti því við sína nánustu vini að um nauðgun hafi verið að ræða.

Donald Trump hefur ítrekað neitað þessum ásökunum og segist aldrei hafa nauðgað eiginkonu sinni.

Cohen gengur svo lagt að segja að það sé ekki hægt að nauðga maka og það sé skýrt kveðið á um það í lögum. Blaðamenn Daily Beast benda honum á lög sem sett voru í New York árið 1984 sem taka á nauðgunum maka. 

The Daily Beast

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert