Rússar beittu neitunarvaldi um MH17

Fundurinn hófst á minningarstund um fólkið sem fórst í flugvélinni.
Fundurinn hófst á minningarstund um fólkið sem fórst í flugvélinni. AFP

Fulltrúi Rússlands beitti í kvöld neitunarvaldi landsins þegar tillaga um að stofna sérstakan dómstól til að rannsaka hrap MH17 var borin undir Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Dómstólnum var ætlað að rétta yfir þeim sem bera ábyrgð á því að vélin var skotin niður.

11 af 15 þjóðum öryggisráðsins kusu með tillögunni, sem var samin af Ástralíu, Belgíu, Malasíu, Hollandi og Úkraínu. Rússland greiddi atkvæði gegn tillögunni, en Angóla, Kína og Venesúela sátu hjá. Fundur ráðsins hófst með þagnarstund, þar sem fórnarlamba árásarinnar var minnst. 298 létust þegar vélin var skotin niður þann 17. júlí 2014.

Stjórnvöld í Moskvu neita að hafa átt nokkurn þátt í því hvernig fór fyrir vélinni, og segir her Úkraínu bera alla ábyrgð.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert