Drap mann með straubretti

Strauborð og -bolti.
Strauborð og -bolti. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Rostam Notarki, eigandi sælkerakrár í Lundúnum, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni að bana þegar hann barði hann með straubretti. Synir hans fengu dóma fyrir að hafa falið myndbandsupptökur af atburðinum.

Samkvæmt lögreglu elti Notarki hinn 53 ára Charles Hickox út af kránni, eftir að síðarnefndi leitaði til starfsfólks vegna greiðslukorts sem hann hafði tapað. Notarki keyrði straubrettið aftan í Hickox, en svo illa vildi til að hann lenti í vegi fyrir sendiferðabíl og lést.

Notarki, 53 ára, neitaði að hafa drepið Hickox og sagði að um sjálfsvörn hefði verið að ræða, en hann hefði óttast að Hickox myndi ráðast á son sinn eftir að Hickox lagði til Notarki með tennisspaða.

Synir Notarki, Kian og Mehrad Mohmadi, voru dæmdir í 12 ára fangelsi fyrir að hindra framgang réttvísinnar.

Fórnarlamb Notarki, bandarískur fjárhættuspilari, var óvenjulegur maður en í fórum sínum hafði hann m.a. tvo tennisspaða og tvær skrautmýs, sem hann lagði á borðið fyrir framan sig og talaði við þegar hann heimsótti krár. Hann leit einna helst út fyrir að vera umrenningur en skorti ekki fé og var sagður greindur af vinum sínum.

Guardian sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert