Íhuga bann á aðkomu að yfirheyrslum

Yfirheyrsluaðferðum í kjölfar 11. september 2001 hefur verið jafnað við …
Yfirheyrsluaðferðum í kjölfar 11. september 2001 hefur verið jafnað við pyntingar. AFP

Bandarísku sálfræðisamtökin (APA) skoða nú að herða siðfræðilegar viðmiðunarreglur sínar í ljósi þess að rannsókn sýndi fram á að félagið hefði átt samstarf við varnarmálayfirvöld vestanhafs um yfirheyrsluaðferðir í kjölfar 11. september 2001.

Samkvæmt niðurstöðum sem birtar voru fyrr í þessum mánuði unnu nokkrir hátt settir starfsmenn APA og aðrir meðlimir náið með bandaríska hernum og leyniþjónustuaðilum að þróun siðaregla sem aðlagaðar voru yfirheyrsluaðferðum bandarískra yfirvalda, sem í dag hefur verið jafnað við pyntingar.

AFP hefur eftir heimildarmanni innan samtakanna að kosið verði um það á aðalfundi í næstu viku hvort meðlimum verði bannað að koma að yfirheyrslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert