Kaupir tvo, færð einn

Það eiga allir að geta fengið sér ís á sumrin.
Það eiga allir að geta fengið sér ís á sumrin. AFP

Hundruð ísbúða, bakaría og kaffihúsa á Ítalíu hafa skráð sig til þátttöku í góðgerðaverkefni sem gengur út á að viðskiptavinir kaupa t.d. einn ís eða einn kaffibolla en greiða fyrir tvo. Sú vara sem var ofgreidd er síðan afhent næsta viðskiptavin sem ekki á fyrir ísnum eða kaffibollanum.

Hugmyndin er komin frá samtökunum Salvamamme, sem aðstoðar fátækar fjölskyldur, en þar á bæ vona menn að hið mánaðarlanga átak muni verða til þess að börn fái að upplifa góðgæti sem annars eiga ekki kost á því.

Um er að ræða gamlan sið frá Napólí í suðurhluta landsins en forsenda þess að hugmyndin gangi upp er traust milli þess sem borgar og verslunareigandans, sem ákveður hver nýtur góðs af gjöfinni.

„Ég er móðir og ég veit hvernig mér myndi líða ef ég gæti ekki boðið syni mínum upp á ís,“ segir leikkonan Youma Diakite, sem er verndari átaksins. „Ein lítill vottur, og annar lítill vottur, og annar lítill vottur, verður að stóru fyrirbæri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert