20 taldir af á Indlandi

Mikil flóð eru á Indlandi vegna rigninga.
Mikil flóð eru á Indlandi vegna rigninga. AFP

Óttast er að 20 hafi látist þegar aurskriða féll á afskekktan bæ í norðausturhluta Indlands í dag. Yfir 100 hafa látist í alvarlegum flóðum þar í landi.

Mikil aurskriða féll á bæinn Manipur, sem er nærri landamærum Indlands og Búrma, en mikil rigning hefur verið á þessu svæði. Memi Maru, yfirmaður stjórnvalda í héraðinu, segir að björgunarfólk hafi náð til bæjarins nýlega, en þeim far flogið á staðinn með þyrlu. Allir vegir á svæðinu hafa skolast burt.

„Hingað til höfum við fengið upplýsingar um að 20 hafa látist þegar aurskriðan féll,“ segir Maru í samtali við fréttastofu AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert