John Kerry: Mið-Austurlönd öruggari

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir „enga spurningu“ um það að samningur um kjarnorkuáætlun Írans muni gera Mið-Austurlönd öruggari, ekki hættulegri.

Kerry fundaði með Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, í morgun og mun einnig ræða við forsetann Abdel Fattah al-Sisi síðar í dag.

Egyptaland, sem og fleiri lönd í álfunni, eins og Sádi-Arabía, efast um ágæti samkomulagsins sem stórveldin sex náðu við stjórnvöld í Íran um kjarnorkuáætlun Írana. Þau óttast að samkomulagið muni valda frekari ólgu í álfunni.

„Það er engin spurning um það að ef áætlunin kemst í framkvæmd, þá mun það gera Egyptaland og öll önnur ríki í þessari álfu öruggari en annars,“ sagði hann við blaðamenn í Kairó í morgun.

Samkomulagið kveður á um að Íranar hægi á kjarnorkuáætlun sinni, dragi úr auðgun úrans og lofi að smíða ekki kjarnorkusprengjur, gegn því að stórveldin aflétti viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Írönum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert