Heath í barnaníðsrannsókn

Wii'

Breska lögreglan hefur hafið formlega rannsókn á því hvers vegna lögreglan í Wiltshire rannsakaði ekki ásakanir á hendur fyrrverandi forsætisráðherra landsins og formanni Íhaldsflokksins, Edward Heath, um barnaníð.

Rannsóknin er gerð á vegum sjálfstæðrar stofnunar innan lögreglunnar, Independent Police Complaints Commission (IPCC), að því er fram kemur í Guardian og Telegraph í dag.

Rannsóknin á Heath er tengd fleiri slíkum rannsóknum á kynferðisbrotum breskra þingmanna og ráðherra í bresku ríkisstjórninni á síðustu öld. Talið er að brotin beinist að þúsundum barna.

Heath, sem lést 89 ára að aldri árið 2005, var forsætisráðherra frá 1970-1974. Heimili hans, Arundells í Wilshire er nú safn opið almenningi.

Lögreglan leitar nú eftir upplýsingum frá íbúum Salisbury í Wilshire þar sem Heath bjó um langt árabil. Hann er grunaður um að hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi og eru fórnarlömb hans beðin um að hafa samband við lögreglu.

Guardian

Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert