Kafnaði í ferðatösku

Bróðir mannsins hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi.
Bróðir mannsins hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skjáskot/BBC

Marokkóskur karlmaður kafnaði í ferðatösku þegar bróðir hans reyndi að smygla honum frá Afríku til Evrópu. Hinn látni var 27 ára gamall en bróðir hans kom honum fyrir í ferðatösku sem hann lét í skottið á bílnum sínum.

Ætlunin var að bræðurnir færu í ferju frá Melilla, sem er spænsk borg nyrst í Afríku, til Almeria á spænska meginlandinu. 

Bróðir fórnarlambsins hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert