Felldu vantrauststillögu

Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja.
Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja.

Færeyska lögþingið felldi í dag vantrauststillögu Þjóðveldisflokksins og Framsóknar á hendur  lögmanninum Kaj Leo Johannesen. Fjórtán greiddu atkvæði með tillögunni, níu á móti en tíu skiluðu auðu.

Johannesen hefur boðað til þingkosninga 1. september nk. en hann var staðinn að því að veita færeyska lögþinginu rangar upplýsingar um undirbúning neðansjávarganga milli Þórshafnar og Austureyjar.

Kannanir benda til þess að Þjóðveldisflokkurinn og Jafnaðarflokkurinn auki fylgi sitt í kosningunum, en samstarf flokkanna er ólíklegt í ljósi þess að ágreiningur ríkir milli þeirra um hvort Færeyjar eigi að lýsa yfir sjálfstæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert