Osborne skákar Johnson

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hverjir bjóða sig …
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hverjir bjóða sig fram í leiðtogasætið. AFP

George Osborne nýtur nú meira fylgis sem leiðtogaefni breska Íhaldsflokksins en borgarstjórinn litríki Boris Johnson. Samkvæmt könnun vefsíðunnar Conservative Home vilja 31% íhaldsmanna sjá Osborne taka við af David Cameron, en svo virðist sem Johnson hafi fallið í náðinni og segjast aðeins 17% vilja hann í leiðtogastólinn.

Fram að þessu hefur toppsætið í könnunum fallið í skaut Johnson eða Theresu May, núverandi innanríkisráðherra Bretlands, en í nýjustu könnun Conservative Home mælist stuðningur við May aðeins 13%.

Viðskiptaráðherrann Sajid Javid nýtur 19% fylgis, Liam Fox 14% og dómsmálaráðherrann Michael Gove 4,5%.

Samkvæmt veðbönkum þykir lílegast að Osborne hreppi hnossið, en hann hefur þótt afar djarfur í embætti fjármálaráðherra. Cameron nefndi hann, Johnson og May sem líklegustu arftaka sína í aðdraganda þingkosninganna í maí, en hann hefur útilokað að hann muni leiða Íhaldsflokkinn í næstu kosningum.

Guardian sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert