Aðstaðan ekki mönnum bjóðandi

Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP

Austurrísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka ekki við nýjum flóttamönnum í helstu flóttamannabúðum landsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að aðstæður í búðunum séu ekki mönnum bjóðandi.

Um tímabundið bann er að ræða en það tók gildi á miðnætti. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að taka við flóttamönnum á nýjan leik í Traiskirchen búðunum.

Þegar búðirnar voru byggðar var gert ráð fyrir að þær myndu húsa 1800 manns. Nú búa þar um fjögur þúsund manns og því neyðast margir til þess að sofa úti. „Ástandið í Traiskirchen er ekki lengur boðlegt fyrir hælisleitendur,“ segir innanríkisráðherra Austurríkis, Johanna Mikl-Leitner.

Hún segir að þrátt fyrir að ekki sé tekið á móti nýju fólki í búðunum, sem eru í um 20 km fjarlægð frá Vín, verði áfram boðið upp á heilsufarsskoðanir þar fyrir flóttamenn sem koma til landsins.

Í síðustu viku var greint frá því að hreinlæti væri svo ábótavant í búðunum að það væri hætta á að farsóttir myndu brjótast þar út.

Nýverið kom Christopher Pinter, fulltrúi flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), í heimsókn í búðirnar og sagði ástandið þar væri óbærilegt, hættulegt og ómannúðlegt.

Flóttamannastraumurinn til Evrópu hefur stigmagnast í ár vegna stríðsástands í löndum eins og Sýrlandi, Írak og Afganistan og um á fyrsta ársfjórðungi sóttu tæplega 185 þúsund manns um hæli í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 86% aukning frá því á sama tímabili í fyrra.

Alls sóttu 28.300 manns um hæli í Austurríki á fyrstu sexmánuðum ársins og eru það jafn margir og allt árið í fyrra. Talið er að þeir verði orðnir 80 þúsund í árslok.

Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki.
Frá Traiskirchen flóttamannabúðunum í Austurríki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert