Opna aftur fyrir klámið

Ákvörðun yfirvalda um að loka á klámsíðurnar var harðlega mótmælt …
Ákvörðun yfirvalda um að loka á klámsíðurnar var harðlega mótmælt á samfélagsmiðlum og víðar. AFP

Yfirvöld á Indlandi hafa séð sig knúin til að snúa ákvörðun um að loka á 857 klámsíður eftir hörð mótmæli. Internetþjónustuaðilum hefur því verið skipað að loka ekki á síður nema á þeim sé að finna barnaklám.

Stjórnvöld hafa neitað því að í ákvörðuninni um að loka klámsíðunum hafi falist „siðferðileg löggæsla“, og segja að markmið þeirra hafi verið að koma í veg fyrir að börn hefðu aðgang að síðunum.

Internetþjónustuaðilarnir segja hina nýju ákvörðun hins vegar óframfylgjanlega.

„Hvernig geta stjórnvöld ætlast til þess að við öxlum þá ábyrgð að kanna hvort barnaklám finnst á vefsíðum?“ sagði framkvæmdastjóri samtaka netþjónustufyrirtækja í samtali við Times of India.

BBC sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert