Plat-lögga reyndi að handtaka alvöru löggu

Manninn skorti búning og bílakost til að vera tekinn trúanlegur …
Manninn skorti búning og bílakost til að vera tekinn trúanlegur sem lögreglumaður. mbl.is/AFP

Karlmaður í Ohio gerði þau reginmistök á sunnudaginn að fara á rúntinn með rauð og blá neyðarljós á bifreiðinni sinni og stoppa lögreglumann.

Lögreglumaðurinn var ekki á vakt en þótti gervi-löggan ekkert sérlega sannfærandi, enda var maðurinn hvorki í einkennisbúningi né á lögreglubíl. Þegar gervi-löggan áttaði sig á mistökum sínum lét hann sig hverfa aftur að bifreið sinni og ók á braut en var skömmu síðar stoppaður sjálfur af vakthafandi lögreglumönnum.

Varðstjórinn Hugh Flanigan tjáði The Star Beacon að lögregla hafði ekki fengið svör við því afhverju maðurinn ákvað að villa á sér heimildir með þessum hætti. „Ég skil ekki afhverju hann var með rauð og blá ljós.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert