Ætlað að vekja ótta

AFP

Hluturinn sem fannst við háskólann í Ósló í nótt var ekki alvöru sprengja heldur eftirlíking sem átti að vekja ótta. Tveir menn sem skutu öryggisvörð við háskólann í nótt eru enn ófundnir. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli lögreglustjórans í Ósló, Johan Fredriksen, á blaðamannafundi sem er lokið í höfuðstöðvum lögreglunnar.

Á þriðja tímanum í nótt varð öryggisvörðurinn var við mannaferðir á lóð háskólans og þegar hann fór að kanna málið skaut annar mannanna nokkrum skotum að honum úr litlum riffli. Eitt skotið hæfði hann í brjóstið en þar sem hann var í skotheldu vesti slapp hann nánast ómeiddur.

Öryggisvörðurinn lét lögreglu vita sem lokaði svæðið af og þegar torkennilegur hlutur fannst var sprengjusveit lögreglunnar kölluð út. Í ljós kom að ekki var um alvöru sprengju að ræða heldur gervisprengju sem hefur nú verið eytt. 

Að sögn lögreglu hefur rigning hamlað störfum lögreglunnar á vettvangi og verið er að fara yfir myndir úr öryggismyndavélum á háskólasvæðinu. 

Búið er að gefa út lýsingu á manninum sem skaut öryggisvörðinn en mennirnir flúðu fótgangandi af vettvangi.

Rýmingu lokið í Ósló

<blockquote class="twitter-tweet">

Vi ønsker informasjon fra alle som var i Blindernområdet ved 2 tiden i natt. Også de som ikke har sett noe vil vi snakke med. Tel: 22669600

— Oslo politidistrikt (@politietoslo) <a href="https://twitter.com/politietoslo/status/628878223405920256">August 5, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Den bombelignende gjenstanden på Blindern var laget som en bombe, men inneholdt ikke sprengstoff: Det har tekniske undersøkelser nå vist.

— Oslo politidistrikt (@politietoslo) <a href="https://twitter.com/politietoslo/status/628877521472356352">August 5, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert