2.153 sprengingar á 14 mínútum

Mynd bandaríska hersins af „sveppaskýinu“ yfir Hiroshima.
Mynd bandaríska hersins af „sveppaskýinu“ yfir Hiroshima. AFP

Huffington Post hefur birt myndband sem sýnir á korti allar kjarnorkusprengingar sem hafa átt sér stað frá því að tilraunir hófust árið 1945. Um er að ræða samtals 2.153 sprengingar og telur myndbandið tæpar 14 mínútur.

Sprengingarnar eru litakóðaðar; sprengingar í andrúmsloftinu eru rauðar, neðanjarðar gular og neðansjávar bláar.

Sjón er sögu ríkari.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="281" mozallowfullscreen="" src="https://player.vimeo.com/video/135580602" webkitallowfullscreen="" width="500"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert