Þrír í haldi vegna árásar á dæmdan nauðgara

Sænska lögreglan
Sænska lögreglan AFP

Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að þrír menn sem grunaðir eru um að hafa barið dæmdan nauðgara, Niklas Lindgren, til óbóta, í gæsluvarðhald. 

Lindgren, betur þekktur sem Hagamaðurinn, var látinn laus úr fangelsi í síðasta mánuði. Um helgina var ráðist á hann með golfkylfum fyrir utan heimili hans í Övertorneå og var hann meðal annars með áverka á höfði. Þurfti hann að dvelja í eina nótt á sjúkrahúsi en fékk að fara heim á sunnudag. 

Mennirnir þrír eru allir á þrítugsaldri og eru allir með langa sakaskrá. Þeir voru handteknir á miðvikudag og mun dómari úrskurða síðar í dag hvort þeim verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. 

Þremenningarnir hafa meðal annars verið dæmdir fyrir líkamsárásir, bílþjófnað, ölvunarakstur, ólöglegan vopnaburð og vörslu fíkniefna.

Lindgren var dæmdur árið 2006 fyrir að hafa nauðgað nokkrum konum í borginni Umeå í Norður-Svíþjóð. Hann var í tveimur tilvikum dæmdur fyrir að hafa reynt að myrða fórnarlömb sín. Rannsókn málsins tók langan tíma en það voru lífsýni sem fundust sem beindu sjónum að Lindgren sem var giftur tveggja barna faðir á þessum tíma.

Hann fékk reynslulausn í júlí eftir að hafa afplánað tvo þriðju af fjórtán ára dómi. Margir íbúar í Umeå voru ósáttir við að hann væri látinn laus úr fangelsi og daginn sem hann losnaði þá var haldin samstöðufundur með fórnarlömbum nauðgana í borginni.

<a href="http://www.expressen.se/nyheter/30-aringen-i-forhor-sag-inte-attacken/" target="_blank">Expressen</a>

<a href="/frettir/erlent/2015/08/23/bordu_hagamanninn_til_obota/" target="_blank">Hagamaðurinn barinn til óbóta</a>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert