„Móðgun við mannkynið“

Frans páfi.
Frans páfi. AFP

Frans páfi sagði í dag að þörf væri á að stilla saman strengi eftir að lík 71 flóttamanns fannst í yfirgefnum vöruflutningabíl í Austurríki. Hann sagði atvikið „glæp sem væri móðgun við mannkynið allt.“

Í bílnum voru lík 59 karlmanna, átta kvenna, ungabarns og þriggja ungra drengja. Búið er að handtaka fimm í tengslum við málið, þann fimmta í dag. Talið er að fólkið hafi verið sýrlenskir og afganskir flóttamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert