„Allir lærðu ensku nema við“

Fidel Castro.
Fidel Castro. AFP

Bandaríkin og Kúba hafa unnið markvisst að því undanfarin misseri að bæta samskipti landanna og koma aftur á stjórnmálasambandi á milli þeirra. Einn liður í því er leggja aukan áherslu á enskukennslu í kúbverska skólakerfinu.

Fram kemur í frétt AFP að kennslu í rússnesku hafi komið í stað kennslu í ensku í kúbverskum skólum á áttunda áratug síðustu aldar í kjölfar þess að Sovétríkin urðu helsti bakhjarl kommúnista á Kúbu í kjölfar þess að þeir komust til valda í landinu.

Þegar Sovétríkin liðu undir lok fyrir um aldarfjórðungi hófst kennsla í ensku aftur á Kúbu en áhugi á því að læra tungumálið hefur samkvæmt fréttinni stóraukist eftir að samskiptin á milli bandarískra og kúbverskra stjórnvalda fóru að taka stakkaskiptum.

„Rússar lærðu ensku. Allir lærðu ensku nema við. Við lærðum rússnesku,“ sagði Fidel Castro árið 2008 tveimur árum eftir að hafa afhent bróður sínum Raul völdin á Kúbu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert