Bel-hofið er gjörónýtt

Hér má sjá rústir hofsins 27. ágúst sl. og í …
Hér má sjá rústir hofsins 27. ágúst sl. og í dag. AFP

Gervihnattamyndir hafa nú staðfest að Bel-hofið sem stóð í fornu borginni Palmyra í Sýrlandi hefur verið eyðilagt. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá þessu í dag.

Í síðustu viku var sagt frá því að liðsmenn Ríkis íslams hafi sprengt hofið upp. Þar að auki birtu samtökin myndir sem sýndu sprengiefni inni í hofinu sem er talið vera 2000 ára gamalt.

Fyrr í dag var hinsvegar sagt frá því að stór hluti hofsins stæði enn og var það haft eftir yfirmanni forn­leifa­vernd­ar í Sýr­landi. Hann sagði að spreng­ing­in hefði verið öfl­ug en að hið 2000 ára gamla hof stæði þó enn að mestu. Hann sagði einnig að enn væri ekki búið að meta þær skemmd­ir sem urðu því ekki er talið óhætt að fara inn í hofið.

Gervihnattamyndirnar sem birtar voru í dag sýna þó annað. „Við getum staðfest að aðalbygging Bel-hofsins, sem og röð súlna í nágrenninu, hafa verið eyðilögð,“ sagði í yfirlýsingu.

Hér má sjá Bal-hofið áður en það var sprent upp …
Hér má sjá Bal-hofið áður en það var sprent upp af hryðjuverkamönnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert