Skotinn 15 sinnum á bensínstöð

Darren Goforth.
Darren Goforth. AFP

Lögreglumaður í Texas í Bandaríkjunum var skotinn til bana á bensínstöð á föstudagskvöldið. Sá sem grunaður er um verknaðinn kom frammi fyrir dómara í dag. Þá kom fram að lögreglumaðurinn, Darren Goforth, hafi verið skotinn fimmtán sinnum.

Sá grunaði, Shannon Miles, kom fram fyrir dómara í handjárnum og klæddur í gulan fangagalla. Hann hafði ekkert að segja í dómssalnum samkvæmt frétt NBC. 

Goforth var nýbúinn að fylla lögreglubíl sinn af eldsneyti þegar hann var skotinn í hnakkann. Byssumaðurinn stóð síðan yfir honum og skaut Goforth fjórtán sinnum í viðbót.

Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en lögreglustjórinn Ron Hickman sagði um helgina að talið sé að Goforth hafi verið skotinn fyrir það eitt að vera í lögreglubúning. Skotvopnahylki sem  undust á staðnum leiddu lögreglu að byssu í eigu Miles og var hann í kjölfarið handtekinn.

Goforth var 47 ára gamall. Hann hafði verið lögreglumaður í tíu ár og átti eiginkonu og tvö börn. Rúmlega þúsund manns söfnuðust saman í gærkvöldi í Houston til stuðnings lögreglumanna. Þar að auki hafa safnast 150.000 bandaríkjadalir (um 20 milljónir íslenskra króna) til styrktar fjölskyldu Goforth á bensínsstöðinni og á netinu.

Shannon Miles er grunaður um að hafa myrt lögreglumanninn.
Shannon Miles er grunaður um að hafa myrt lögreglumanninn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert