Sprenging í flugeldaverksmiðju

AFP

Fimm manns hið minnsta létu lífið og sex slösuðust í dag þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í útjarðri borgarinnar Zaragoza á Spáni. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að íbúar á svæðinu hafi verið beðnir að halda sig frá því þar sem enn væri hætta á því að sprengingar yrðu í verksmiðjunni sem er í eigu fyrirtækisins Pirotecnia Zaragozana. Héraðsstjórnin í Aragon hefur lýst deginum sem sorgardegi.

Pirotecnia Zaragozana var stofnað árið 1860. Fyrirtækið selur í dag framleiðslu sína aðallega til Evrópuríkja og Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert