„Þýskaland er sterkt land“

AFP

Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði í dag að „Evrópa í heild“ þyrfti að bregðast við þeim gífurlega straumi flóttamanna sem kemur inn í álfuna á degi hverjum. „Ef Evrópu mistekst þetta, verður það ekki Evrópan sem við óskuðum eftir,“ sagði Merkel ennfremur.

BBC segir frá þessu.

Merkel ræddi við fjölmiðla eftir að austurrísk yfirvöld handtóku fimm grunaða smyglara við landamæri Austurríkis og Ungverjalands.

Á fimmtudaginn í síðustu viku fundust 71 látnir flóttamenn við landamærin en 200 flóttamenn komust yfir landamærin á einni nóttu. Merkel segir að evrópsk lönd þurfi að deila ábyrgðinni á flóttamönnum. Hún sagði hinsvegar að Þýskaland höndli strauminn. „Þýskaland er sterkt land, við munum komast af.“

Þýskaland er algengasti áfangastaður flóttamanna í Evrópu. Gert er ráð fyrir því að fjöldi hælisleitenda í landinu á árinu muni ná upp í 800.000.

Merkel sagði jafnframt „ekkert umburðarlyndi“ verði sýnt þeim sem ráðast á flóttamenn eða miðstöðvar hælisleitenda í Þýskalandi. „Fjöldi þeirra sem hjálpa ókunnugum að komast í gegnum borgir og samfélög og taka þau meira að segja inn á heimili sín er miklu meiri en  kynþáttahatarar.“

Eins og áður hefur komið fram hefur flóttamannavandinn í Evrópu ekki verið alvarlegri síðan í seinni heimstyrjöld. Í dag voru lestar með mörg hundruð flóttamönnum um borð stöðvaðar við landamæri Ungverjalands og Austurríkis. Að sögn lestarþjónustu Austurríkis OeBB var lestarferðin stöðvuð vegna þess að hún var yfirfull. Þar að auki þurfti að athuga hvort að einhver um borð hafi sótt um hæli í Ungverjalandi en þeim var þá beint aftur til Ungverjalands.

Fyrr í dag var lestunum veitt leyfi til þess að halda áfram för þeirra til Vínar og Munich.

Angela Merkel á blaðamannafundi í Berlín í dag.
Angela Merkel á blaðamannafundi í Berlín í dag.
Flóttamenn yfirgefa lestar sem fluttu þá frá Budapest til Vínar …
Flóttamenn yfirgefa lestar sem fluttu þá frá Budapest til Vínar í dag. AFP
Flestir flóttamannana eru frá Sýrlandi.
Flestir flóttamannana eru frá Sýrlandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert