Tveggja tilræðismanna leitað

Taílenska lögreglan segir að tveggja sé leitað vegna sprengjutilræðisins í miðborg Bangkok fyrr í mánuðinum. Efni til sprengjugerðar fannst í íbúð í úthverfi borgarinnar.

Talsmaður lögreglunnar Prawut Thavornsir, segir að 26 ára gamallar konu sé leitað en hún heitir Wanna Suansan. Lögreglan hefur birt myndir af henni en auk þess er karlmanns leitað sem einnig býr í sömu íbúð. Lögregla hefur ekki upplýsingar um þjóðerni hans.

Á laugardag var ungur maður handtekinn vegna málsins en lögregla réðst inn á heim­ili manns­ins mannsins. Þar fundust mögu­leg efni til sprengju­gerðar.

Að sögn tals­manns lög­reglu lík­ist maður­inn þeim sem lýst var eft­ir í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

Fyrir tæpum tveimur vikum sprakk rör­sprengja í hind­úa­helgi­dóm­in­um Eraw­an í miðborg Bang­kok þar sem 20 manns lét­ust og yfir 120 særðust. Myndir af meintum tilræðismanni náðust með öryggismyndavélum og hefur hans verið ákaft leitað.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert