Þúsundir pósta Clinton birtir

Hillary Clinton hefur játað að það hafi verið mistök að …
Hillary Clinton hefur játað að það hafi verið mistök að nota netþjón utan utanríkisráðuneytisins. AFP

Búið er að birta fleiri þúsund tölvupósta Hillary Clinton forsetaframbjóðanda, m.a. pósta sem utanríkisráðuneytið sagði áður að væru trúnaðarmál. Seint í gærkvöldi birti ráðuneytið hins vegar 4.368 tölvupósta, samtals 7.121 blaðsíður. Póstarnir eru allir frá þeim tíma er hún var utanríkisráðherra. Á þeim tíma notaði Clinton sérstakan netþjón fyrir persónuleg tölvupóstsamskipti sín. Ráðuneytið sagði hins vegar að um 125 af þeirra pósta sem voru á vefþjóninum væru trúnaðarmál. Fyrir þetta hefur Clinton verið mjög gagnrýnd. Andstæðingar hafa m.a. sagt að hún hafi brotið öryggisreglur með því að nota netþjón sem væri ekki nógu öruggur til að senda upplýsingar eru vörðuðu starf hennar. Clinton hefur þegar sagt að notkunin á netþjóninum hafi verið mistök. 

Þegar ráðuneytið birti póstinn í gær kom fram að um 150 póstar hefðu verið flokkaðir sem trúnaðarmál. Þeir eru því birtir með miklum takmörkunum. Sumir þeirra eru t.d. flokkaðir sem trúnaðarmál til ákveðins árs, s.s. 2025.

Í frétt BBC um málið segir að vissulega séu stjórnmál rædd í sumum póstanna. Póstur frá David Miliband í september 2010 fjallar m.a. um kosningabaráttu hans og bróður hans, Ed Milibands um forystu í Verkamannaflokknum. David Miliband skrifar til Clinton og segir það hafa verið erfitt að tapa, „þegar þetta er bróðir þinn“.

Frétt BBC.

Skjáskot af einum tölvupósti sem ráðgjafi Clinton sendi henni.
Skjáskot af einum tölvupósti sem ráðgjafi Clinton sendi henni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert