Cameron breytir spurningunni

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur fallist á að breyta spurningunni sem lögð verður fyrir breska kjósendur í fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu um veru landsins í Evrópusambandinu. Gert er ráð fyrir að kosningin fari fram á næsta ári.

Lög sem samþykkt voru á breska þinginu fyrr á þessu ári gera ráð fyrir því að spurt verði hvort Bretland eigi að vera áfram í Evrópusambandinu með svarmöguleikunum já eða nei. Kosningaráð Bretlands, sem er sjálfstæð stofnun ábyrg gagnvart breska þinginu, gerði athugasemd við það fyrirkomulag og taldi það hygla þeim sem vildu vera áfram í sambandinu.

Stofnunin lagði þess í stað til að spurt yrði hvort Bretland ætti að yfirgefa Evrópusambandið eða vera áfram innan þess. Talsmaður Camerons sagði við fjölmiðla að ríkisstjórnin hefði í hyggju að fara að ráðleggingum Kosningaráðsins og breyta spurningunni.

Fréttavefur breska dagblaðsins Guardian greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert